Fótbolti

Milito: Rooney stórlega ofmetinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ofmetinn?
Ofmetinn?

Diego Milito, sóknarmaður Inter, segir að Wayne Rooney hjá Manchester United sé ofmetnasti leikmaðurinn í bransanum.

Hann telur að þessi enski sóknarmaður sé ekki í hópi 20 bestu leikmanna heims.

„Rooney er mjög góður leikmaður, það er enginn vafi. En að setja hann í sama flokk og Messi er einfaldlega rangt. Hann er stórlega ofmetinn og kemst ekki með tærnar þar sem Messi hefur hælana," sagði Milito.

Rooney verður í eldlínunni með enska landsliðinu sem mætir því þýska í sextán liða úrslitum HM í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×