Erlent

Afhöfðaðir í Afganistan

Afganskir hermenn að störfum í heimalandi sínu. Fjórir kollegar þeirra voru hálshöggnir.
Afganskir hermenn að störfum í heimalandi sínu. Fjórir kollegar þeirra voru hálshöggnir.
Fjórir meðlimir í varnarliði á vegum afganska innanríkisráðuneytisins voru afhöfðaðir í bardaga við skæruliða í Herat-héraði í Afganistan. Fjórmenningarnir voru að rannsaka ábendingu um að skæruliðar væru að undirbúa sjálfsmorðsárás á afganska varnarstöð þegar skotið var á þá. Í framhaldinu voru þeir handsamaðir og hálshöggnir. Tíu skæruliðar voru í framhaldinu drepnir af afgönskum hermönnum. Fjórir þeirra fórust eftir að byssukúlur fóru í sjálfsmorðsvesti þeirra.- fb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×