Enski boltinn

Rétt að borga ekki morðfé fyrir Tevez

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tevez í leik með United.
Tevez í leik með United.

Gary Neville segir að Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hafi tekið rétta ákvörðun er hann sleppti því að borga afar háa upphæð fyrir Argentínumanninn Carlos Tevez.

„Stjórinn hefur sýnt það í gegnum árin að hann tekur nánast alltaf réttar ákvarðanir í leikmannamálum. Á 20 árum hefur hann kannski gert 1-2 mistök og hann hefur viðurkennt það sjálfur. Hann veit samt nákvæmlega hvað hann er að gera og veit hvenær það er kominn tími á ákveðna leikmenn. Ég get ekki verið mótfallinn ákvörðun hans með Tevez," sagði bakvörðurinn.

„Tevez var góður leikmaður fyrir okkur en ef fjárhagslegi pakkinn er of stór þá er ekkert við þessu að gera. Aðrir góðir leikmenn hafa farið frá okkur áður.  Við erum með besta stjóra heims í að setja lið saman. Hann hefur gert það frábærlega í 20 ár. Þeir eru ekki margir sem hafa gagnrýnt hann í gegnum tíðina og haft rétt fyrir sér."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×