Erlent

Aðvöruðu Bandaríkjamenn

Frá alþjóðaflugvellinum í Newark í New Jersey.
Frá alþjóðaflugvellinum í Newark í New Jersey. Mynd/AP
Yfirvöld í Sádi-Arabíu létu Bandaríkjamenn vita af yfirvofandi hættu og að vísbendingar bentu til þess að hryðjuverkasamtökin al Kaída hygðust láta til skarar skríða gegn Bandaríkjunum. Fyrr í kvöld sagði Barack Obama, Bandaríkaforseti, að sprengiefni hafi verið í pökkunum sem fundust í flugvélum bandarískra flutningafyrirtækja í dag. Pakkarnir voru stílaðir á tvö samkunduhús gyðinga í Chicago.

Í yfirlýsingu sem Hvíta húsið sendi frá sér eftir blaðamannafund Obama í kvöld kemur fram að yfirvöld í Sádu-Arabíu hafi deilt upplýsingum um hryðjuverkaárásina í gærkvöldi.

Þá hefur verið greint frá því að sprengjuefnið sem fannst í pökkunum sem líkt því fannst um borð í farþegaflugvél í Bandaríkjunum á jóladag í fyrra. Þá gerði nígerskur maður tilraun til að sprengja farþegavél Northwest-flugfélagsins í loft upp í flugi milli Amsterdam og Detroit. Hann hlaut hryðjuverkaþjálfun í búðum al Kaída í Jemen.

Í lok síðasta árs sagði öldungadeildarþingmaðurinn Joseph Lieberman að Bandaríkjamenn ættu að ráðast á Jemen að fyrra bragði því fyrirsjáanlegt væri að þar yrðu átök. Skömmu síðar var sendiráðum Bandaríkjanna og Bretlands í Jemen lokað af öryggisástæðum. Á árinu 2008 voru tvisvar gerðar árásir á sendiráð Bandaríkjanna í höfuðborginni Sana. Bandaríkjamönnum er einnig í fersku minni árás á bandaríska herskipið USS Cole í Jemen árið 2000 þegar sautján skipverjar fórust.


Tengdar fréttir

Obama: Sprengjuefni í pökkunum

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að sprengjuefni hafi verið í pökkunum sem sendir voru frá Jemen til Bandaríkjanna. Pakkarnir voru stílaðir á tvö bænahús gyðinga í Chicago. Talið er að hryðjuverkasamtökin al Kaída beri ábyrgð á pökkunum. Þetta kom fram í máli forsetans á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld.

Al Kaída að æfa sig?

Mikill viðbúnaður var á flugvöllum í Bretlandi og Bandaríkjunum í dag eftir að tortryggilegar pakkar fundust um borð í flutningaflugvél sem millilenti í Bretlandi á leið til Bandaríkjanna frá Jemen. Ekki var um sprengju að ræða að sögn, bresku lögreglunnar. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að bandarísk yfirvöld hafi grípið til viðunandi aðgerða og leitað í nokkrum flutningaflugvélum á flugvöllum í New Jersey og Pennsylvaníu. Á sama tíma var leitað í bílum flutningafyrirtækja. Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú hvort að hryðjuverkasamtökin al-Kaída í Jemen beri ábyrgð á pökkunum en talið er að um æfingu hafi verið að ræða.

Sprengja í flugvél í Lundúnum

Flugvél frá Yemen var stöðvuð í Lundúnum í dag þegar sprengja fannst um borð. Sprengjan var í fragtrými og hafði verið dulbúin sem blekhylki fyrir prentara. Í kjölfarið hefur verið fyrirskipuð nákvæm leit í flugvélum sem eru í ferðum til og frá Bandaríkjunum. Þessi frétt var að berast og nánari upplýsingar liggja ekki fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×