Lífið

Miley Cyrus reykti salvíu

Miley Cyrus er dugleg að skemmta sér. Nýverið birtist myndband á netinu þar sem hún virðist reykja salvíu. nordicphotos/getty
Miley Cyrus er dugleg að skemmta sér. Nýverið birtist myndband á netinu þar sem hún virðist reykja salvíu. nordicphotos/getty
Netsíðan TMZ.com birti í gær myndband þar sem Disney-stjarnan Miley Cyrus virðist vera að reykja kannabis með nokkrum vinum sínum. Talsmaður Cyrus hefur neitað sögusögnunum og sagt hana vera reykja salvíu sem sé löglegt í Kaliforníufylki.

Samkvæmt TMZ.com var myndbandið tekið upp af vini söngkonunnar á heimili hennar nokkrum dögum eftir átján ára afmælisdaginn. „Miley var ekki að reykja kannabis heldur salvíu, sem hefur svipuð áhrif og tóbak. Salvía er lögleg í Kaliforníufylki og því er Miley ekki að gera neitt ólöglegt.

Myndbandinu var að öllum líkindum stolið af síma vinar Miley og selt til fjölmiðla,“ sagði talsmaður söngkonunnar um málið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.