Enski boltinn

Smith finnur til með Valencia

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Alan Smith, leikmaður Newcastle, var á vellinum á leik Man. Utd og Rangers í Meistaradeildinni og honum leið ekki vel eftir leikinn.

Fótbrot Antonio Valencia rifjaði upp slæmar minningar hjá Smudgie sem sjálfur fótrotnaði illa með Man. Utd í leik gegn Liverpool fyrir fjórum árum síðan.

"Ég finn til með Antonio og veit hvað hann er að ganga í gegnum.  Hann á erfiða baráttu fram undan. Með réttu hugarfari mun hann komast í gegnum þetta," sagði Smith.

"Hans bíða margar vikur þar sem hann gerir nákvæmlega ekki neitt annað en að hitta sérfræðinga og sjúkraþjálfara. Hugsunin að komast aftur á völlinn heldur manni gangandi."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×