Erlent

Sex skotnir í Mexíkóborg

Sex ungir menn voru skotnir til bana í Mexíkóborg aðfaranótt fimmtudags. Í viðtali við sjónvarpsstöðina Televisa sagði saksóknari að til harðra orðaskipta hafi komið milli ungu mannanna, sem allir voru um og rétt yfir tvítugu, og byssumannanna sem borið hafði að áður en þeir síðarnefndu hófu skothríð.

Mancera kvaðst ekki vita hvort árásin tengdist eiturlyfjaviðskiptum glæpagengja. Deilur gengja bílaþjófa hafi líka verið til vandræða í hverfinu.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×