Fótbolti

Óbreytt lið hjá Capello

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sky-fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að Fabio Capello muni stilla upp sama byrjunarliði gegn Þýskalandi og gegn Slóveníu.

Það verður þá í fyrsta skipti á þessu móti sem Capello stillir upp sama liðinu tvo leiki í röð.

Matthew Upson mun þá spila við hlið John Terry í hjarta ensku varnarinnar.

Liðsuppstillingin hefur ekki verið staðfest en liðin eru opinberuð um klukkutíma fyrir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×