Lífið

Gosling og Blake Lively nýtt par

Samkvæmt slúðursíðunni Lainy­Gossip eru Ryan Gosling og Blake Lively nýtt par. nordicphotos/getty
Samkvæmt slúðursíðunni Lainy­Gossip eru Ryan Gosling og Blake Lively nýtt par. nordicphotos/getty
Samkvæmt slúðursíðunni Lainey­Gossip eru Ryan Gosling og Blake Lively heitasta parið í Hollywood um þessar mundir. Parið sást fyrst saman í október, stuttu eftir að Lively hætti með Penn Badgley, mótleikara sínum í sjónvarpsþáttunum Gossip Girl.

Kvikmyndin Blue Valentine var frumsýnd að viðstöddu margmenni í vikunni þar sem Gosling fer með annað aðalhlutverkið í myndinni. Hann mætti ásamt Lively á frumsýninguna og sátu þau hlið við hlið í sérstöku frumsýningarboði eftir myndina.

Svo óheppilega vildi þó til að Gosling var kynntur sem Dereck Cianfrance og ákvað leikarinn að slá þessu upp í létt grín og gekk undir því nafni það sem eftir var kvölds. „Þetta var besta hlutverk mitt til þessa og enginn fékk að sjá það aðrir en veislugestir. En maður gerir þetta fyrir sjálfan sig, það eru verðlaunin," sagði leikarinn þegar hann var spurður út í nafnaruglið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.