Fótbolti

Ítalskir fjölmiðlar stóryrtir gagnvart landsliðinu - Svartasti dagur í sögu liðsins

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
"Disastro Italia," segir á forsíðu Gazzetta della Sport á Ítalíu í dag. Blöðin á Ítalíu skafa ekkert utan af hlutunum eftir að heimsmeistarar Ítala lentu í neðsta sæti síns riðils og komust ekki áfram á HM. "Niðurlæging gegn Slóvakíu - Tími til að fara heim með skömm," sagði enn fremur í Gazzetto della Sport. Corriere dello Sport sagði: "Ítalía, þvílík skömm! Slegnir út og neðstir í riðlinum," og Corriere della Sera sagði: "Ítalía segir bless við HM." Flestir kenna Marcelo Lippi um og La Repubblica einblíndi á áhrifin fyrir þessa stórþjóð knattspyrnunnar. "Skömm og tár, það þarf að endurbyggja heila þjóð," sagði þar og: "3-2 sigur Slóvakíu í Jóhannesarborg þar sem þeir slógu út Azzurri í fyrstu umferð, eitthvað sem hefur ekki gerst síðan 1974. Núna sjáum við nýjan þjálfara í Cesare Prandelli." Hann tekur við liðinu núna en La Stampa í Tórínó sagði um Lippi: "Mistök Lippi í Suður-Afríku. Svartasta blaðsíða í fótboltasögu Ítalíu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×