Á tökustað Karla sem hata konur 14. desember 2010 06:00 Baldur Bragason, ljósmyndari, segist vera í draumastarfinu þótt dagarnir séu langir. Hann tekur myndir á tökustað kvikmyndarinnar Karlar sem hata konur. Stefnan er tekin á Hollywood. „Ég talaði við leikstjórann [David Fincher] hvort ég gæti fengið einhverja svipaða vinnu og hann sagði að ég gæti unnið allan sólarhringinn ef ég vildi,“ segir Baldur Bragason, íslenskur ljósmyndari sem hefur verið starfandi í Svíþjóð undanfarin tíu ár. Baldur hefur undanfarnar vikur unnið sem ljósmyndari á tökustað bandarísku kvikmyndarinnar Karlar sem hata konur eftir David Fincher. Myndin er endurgerð á sænskum kvikmyndum sem gerðar voru eftir Millennium-þríleik sænska spennusagnahöfundarins Stiegs Larsson en þær fjalla um tölvuhakkarann Lisbeth Salander og blaðamanninn Mikael Blomkvist. Í aðalhlutverkum eru Bond-stjarnan Daniel Craig og Rooney Mara auk Robin Wright og Stellan Skarsgaard. Gert er ráð fyrir að þetta verði stóri smellur næstu jóla. Reyndar var ekkert á pappírunum sem benti til þess að Baldur fengi þetta starf, búið var að ganga frá ráðningu annars manns í það. En það samstarf gekk ekki upp og fyrir hreina tilviljun sá leikstjórinn Fincher möppu Baldurs og sagðist vilja fá þennan mann til starfa. Baldur má lítið tjá sig um dvöl sína á tökustað og hvað hann gerir en á kvikmyndavefsíðunni imdb.com er hann skráður sem unit photographer. Hann sér því um að taka myndir á tökustað sem síðan eru notaðar í kynningarbæklinga. Baldur mátti helst ekki staðfesta að hann væri að vinna við kvikmyndina. „Öllum var gert að skrifa undir trúnaðarsamkomulag og okkur var hótað alls kyns lögfræðingum ef við missum eitt orð út úr okkur,“ segir Baldur en hann lýsir þessu sem algjöru ævintýri, langir dagar og mikil vinna og aldrei dauður punktur. En það var ekkert útlit fyrir að Baldur gæti tekið að sér svona vinnutarnir. Eftir að hafa verið starfandi hjá Nýju lífi, unnið fyrir stór tískuhús úti í heimi og þeyst heimshornanna á milli þá varð Baldur nánast að leggja árar í bát vegna höfuðshöggs sem hann fékk þegar hann var fimmtán ára og hafði mikil áhrif á heilaköngulinn. Fyrir átján mánuðum átti hann í erfiðleikum með að komast fram úr rúminu og gat unnið eitt og eitt verkefni til að eiga í sig og á. „Ég var nánast alltaf þreyttur, sama hversu mikið ég hvíldi mig og það tók mig stundum fjörutíu mínútur að klæða mig bara í sokkana.“ En með nýjum lyfjum hefur honum tekist að sigrast á þessari hindrun og kveðst ákaflega þakklátur fyrir. Og eins og í dæmigerðum öskubuskusögum er stefnan nú tekin á Hollywood, á frekari landvinninga. „Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt.“freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
„Ég talaði við leikstjórann [David Fincher] hvort ég gæti fengið einhverja svipaða vinnu og hann sagði að ég gæti unnið allan sólarhringinn ef ég vildi,“ segir Baldur Bragason, íslenskur ljósmyndari sem hefur verið starfandi í Svíþjóð undanfarin tíu ár. Baldur hefur undanfarnar vikur unnið sem ljósmyndari á tökustað bandarísku kvikmyndarinnar Karlar sem hata konur eftir David Fincher. Myndin er endurgerð á sænskum kvikmyndum sem gerðar voru eftir Millennium-þríleik sænska spennusagnahöfundarins Stiegs Larsson en þær fjalla um tölvuhakkarann Lisbeth Salander og blaðamanninn Mikael Blomkvist. Í aðalhlutverkum eru Bond-stjarnan Daniel Craig og Rooney Mara auk Robin Wright og Stellan Skarsgaard. Gert er ráð fyrir að þetta verði stóri smellur næstu jóla. Reyndar var ekkert á pappírunum sem benti til þess að Baldur fengi þetta starf, búið var að ganga frá ráðningu annars manns í það. En það samstarf gekk ekki upp og fyrir hreina tilviljun sá leikstjórinn Fincher möppu Baldurs og sagðist vilja fá þennan mann til starfa. Baldur má lítið tjá sig um dvöl sína á tökustað og hvað hann gerir en á kvikmyndavefsíðunni imdb.com er hann skráður sem unit photographer. Hann sér því um að taka myndir á tökustað sem síðan eru notaðar í kynningarbæklinga. Baldur mátti helst ekki staðfesta að hann væri að vinna við kvikmyndina. „Öllum var gert að skrifa undir trúnaðarsamkomulag og okkur var hótað alls kyns lögfræðingum ef við missum eitt orð út úr okkur,“ segir Baldur en hann lýsir þessu sem algjöru ævintýri, langir dagar og mikil vinna og aldrei dauður punktur. En það var ekkert útlit fyrir að Baldur gæti tekið að sér svona vinnutarnir. Eftir að hafa verið starfandi hjá Nýju lífi, unnið fyrir stór tískuhús úti í heimi og þeyst heimshornanna á milli þá varð Baldur nánast að leggja árar í bát vegna höfuðshöggs sem hann fékk þegar hann var fimmtán ára og hafði mikil áhrif á heilaköngulinn. Fyrir átján mánuðum átti hann í erfiðleikum með að komast fram úr rúminu og gat unnið eitt og eitt verkefni til að eiga í sig og á. „Ég var nánast alltaf þreyttur, sama hversu mikið ég hvíldi mig og það tók mig stundum fjörutíu mínútur að klæða mig bara í sokkana.“ En með nýjum lyfjum hefur honum tekist að sigrast á þessari hindrun og kveðst ákaflega þakklátur fyrir. Og eins og í dæmigerðum öskubuskusögum er stefnan nú tekin á Hollywood, á frekari landvinninga. „Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt.“freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira