Lífið

Sameinuð um jólin

Sandra Bullock vill halda sambandi við fyrrverandi stjúpbörn sín.
Nordicphotos/getty
Sandra Bullock vill halda sambandi við fyrrverandi stjúpbörn sín. Nordicphotos/getty
Leikkonan Sandra Bullock hyggst eyða jólunum í Texas með fyrrverandi eiginmanni sínum, Jesse James, börnum hans og syni sínum, Louis. Bullock og James skildu fyrr á árinu eftir að upp komst um framhjáhald hans.

„Sandra og Louis ætla að eyða jólunum með Jesse og börnum hans þremur. Söndru þykir afskaplega vænt um börn Jesse, enda gekk hún þeim í móðurstað á meðan hún og Jesse voru saman. Hún vill að Louis kynnist þeim og að börnin verði áfram hluti af lífi hennar. Þess vegna er hún tilbúin að eyða jólunum með Jesse þrátt fyrir það sem hann gerði,“ var haft eftir heimildarmanni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.