Fótbolti

Sektaður fyrir að skamma Beckham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pavlos Joseph ræðir við fréttamenn í Höfðaborg í gær.
Pavlos Joseph ræðir við fréttamenn í Höfðaborg í gær. Nordic Photos / Getty Images

Pavlos Joseph var í gær dæmdur til að greiða 12.500 krónur í sekt fyrir að fara inn í búningsklefa enska landsliðsins á HM í Suður-Afríku í leyfisleysi.

Atvikið átti sér stað eftir markalaust jafntefli Englands og Alsír í riðlakeppninni þann 18. júní.

Joseph sagðist hafa verið að leita að salerni en að starfsmaður á leikvanginum hafi leiðbeint honum inn í búningsklefa ensku landsliðsmannanna.

Þegar þangað var komið notaði hann tækifærið og húðskammaði David Beckham fyrir lélega frammistöðu Englendinga í leiknum.

Joseph játaði sekt sína í málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×