Daníel Ágúst valinn myndrænasti Íslendingurinn 2. maí 2010 16:30 Í myndasafninu sem fylgir fréttinni er hægt að sjá afhverju ljósmyndararnir völdu þessa fjórtán á listann. Blaða- og tímaritaljósmyndarar landsins eiga að baki margra ára reynslu í því að mynda þjóðþekkta Íslendinga og þekkja það manna og kvenna best að menn geta komið misjafnlega vel út á ljósmynd, og skiptir þá ekki máli hvort eða hversu fallegt viðfangsefnið þykir. Þessi könnun er því ekki miðuð út frá því hvernig fyrirsæturnar líta út, heldur hversu auðvelt er að ná góðum myndum af viðkomandi og þar hefur útlitið ekki alltaf allt að segja. Viðkomandi getur einhverra hluta vegna myndast betur en aðrir og gefið mikinn karakter í myndina. Margir voru nefndir til sögunnar þegar ljósmyndarar voru beðnir að nefna þau viðfangsefni sem kæmu best út á mynd. Þrír fengu langflestar tilnefningar en hægt er að skoða myndir af öllum í myndasafninu fyrir neðan fréttina. 1. Daníel Ágúst Haraldsson "Það er alveg sama hvað maður fær langan tíma með honum, manni nægir stundum bara ein mynd og hún er flott," segir einn ljósmyndaranna um Daníel Ágúst Haraldsson tónlistarmann. Daníel hefur lengi verið í fremstu röð tónlistarmanna og er í sérstöku uppáhaldi hjá ljósmyndurum sem finnst hreinlega eins og mynd með söngvaranum geti ekki mistekist. Ekki sakar það að Daníel er að þeirra sögn vanur myndatökum og þægilegur í umgengni, aldrei með vesen, heldur mætir á tökustað og setur sig í réttu stellingarnar. "Hann er töff náungi og veit hvað hann er að gera," sagði annar um listamanninn sem fékk flest atkvæði ljósmyndara yfir Íslendinga sem festast hvað best á filmu. 2. Vigdís Finnbogadóttir "Leikhúskonan Vigdís er meðvituð um nærveru ljósmyndara sem er til mikilla þæginda. Vinna ljósmyndarans er að höndla stemningu í ljósmyndinni og þá þarf maður oft að sæta lagi og viðfangsefnið skynja hvar það passar inn. Þar mættist heimur ljósmyndarans og leikhúsreynsla Vigdísar," segir Gunnar V. Andrésson ljósmyndari sem oft hefur myndað Vigdísi um árin. Ljósmyndararnir voru flestir sammála um að hafa aldrei séð vonda mynd af Vigdísi. 3. Thor Vilhjálmsson "Thor hefur þetta sérstaka yfirbragð sem gefur ljósmyndum alltaf mikinn karakter. Það er svo sterkur svipur í andlitsfallinu og myndirnar verða oft mjög áhrifaríkar," segir einn ljósmyndarinn um Thor Vilhjálmsson rithöfund. Thor var eftirlætisviðfangsefni margra ljósmyndara sem sögðu að hægt væri að vera eins og fluga á vegg nærri honum. "Stórmennskan og viskan skilar sér í myndirnar án mikillar fyrirhafnar." Þessi voru einnig nefnd: Baltasar Kormákur: "Alveg sama hvar maður kemur að honum, formlega eða óformlega, hann myndast alltaf vel." Björn Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri NTC: "Kemur alltaf vel út á myndum; eins og að mynda súpermódel." Dóra María Lárusdóttir knattspyrnukona: "Einn fárra íþróttamanna sem myndast vel úti á velli." Friðrik Þór Friðriksson: "Það er enginn sem er eins geggjaður karakter og Friðrik, auk þess sem hann er svo skemmtilegur að maður þarf að passa sig á að gleyma ekki að mynda hann." Gyrðir Elíasson: "Ég get verið í kjörstöðu ljósmyndarans nærri þeim manni, fluga á vegg." Ómar Ragnarsson: "Ómar er hlýr og tekur sig ekki hátíðlega. Því myndast hann vel." Páll Óskar Hjálmtýsson: "Hefur svo skemmtilega mörg andlit, hægt að ná mörgum ólíkum myndum af honum." Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir: "Myndast vel á hvaða tíma dags sem er, hvar sem er, í hvernig fötum sem er." Sverrir Guðjónsson kontratenór: "Myndirnar af Sverri eru kyngimagnaðar." Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir: "Alltaf hægt að ná góðri mynd af Þorbjörgu, og hún er eini stjórnmálamaðurinn sem fer ekki í stellingar þegar ljósmyndari nálgast." Þráinn Bertelsson: "Auðvelt að ná góðri mynd af Þráni, þá sérstaklega þegar hann var með skeggið." Ljósmyndararnir sem greiddu atkvæði: Arnþór Birkisson, Áslaug Snorradóttir, Björn Blöndal, Einar Falur Ingólfsson, Emilía Björg Björnsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Gunnar Þór Nilsen, Haraldur Jónasson, Hreinn Hreinsson, Jónatan Grétarsson, Kjartan Þorbjörnsson, Golli, Kristinn Ingvarsson, Pjetur Sigurðsson, Sigtryggur Ari Jóhannsson Sigurþór Hallbjörnsson (Spessi), Teitur Jónasson, Valgarður Gíslason, Vera Pálsdóttir, Vilhelm Gunnarsson. Daníel Ágúst. Mynd/Stefán KarlssonVigdís Finnbogadóttir. Mynd/Valgarður Gíslason.Thor Vilhjálmsson. Mynd/Stefán Karlsson.Baltasar Kormákur. Mynd/Valgarður Gíslason.Björn Sveinbjörnsson. Mynd/Hari Jónasson.Dóra María Lárusdóttir. Mynd/Pjetur Sigurðsson.Friðrik Þór. Mynd/Teitur Jónasson.Gyrðir Elíasson. Mynd/Anton Brink.Ómar Ragnarsson. Mynd/Valgarður Gíslason.Páll Óskar. Mynd/Valgarður Gíslason.Ragnhildur Steinunn. Mynd/Teitur Jónasson.Sverrir Guðjónsson. Mynd/Gunnar V. Andrésson.Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Mynd/Gunnar V. Andrésson.Þráinn Bertelsson. Mynd/Valgarður Gíslason. Lífið Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Fleiri fréttir Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Sjá meira
Blaða- og tímaritaljósmyndarar landsins eiga að baki margra ára reynslu í því að mynda þjóðþekkta Íslendinga og þekkja það manna og kvenna best að menn geta komið misjafnlega vel út á ljósmynd, og skiptir þá ekki máli hvort eða hversu fallegt viðfangsefnið þykir. Þessi könnun er því ekki miðuð út frá því hvernig fyrirsæturnar líta út, heldur hversu auðvelt er að ná góðum myndum af viðkomandi og þar hefur útlitið ekki alltaf allt að segja. Viðkomandi getur einhverra hluta vegna myndast betur en aðrir og gefið mikinn karakter í myndina. Margir voru nefndir til sögunnar þegar ljósmyndarar voru beðnir að nefna þau viðfangsefni sem kæmu best út á mynd. Þrír fengu langflestar tilnefningar en hægt er að skoða myndir af öllum í myndasafninu fyrir neðan fréttina. 1. Daníel Ágúst Haraldsson "Það er alveg sama hvað maður fær langan tíma með honum, manni nægir stundum bara ein mynd og hún er flott," segir einn ljósmyndaranna um Daníel Ágúst Haraldsson tónlistarmann. Daníel hefur lengi verið í fremstu röð tónlistarmanna og er í sérstöku uppáhaldi hjá ljósmyndurum sem finnst hreinlega eins og mynd með söngvaranum geti ekki mistekist. Ekki sakar það að Daníel er að þeirra sögn vanur myndatökum og þægilegur í umgengni, aldrei með vesen, heldur mætir á tökustað og setur sig í réttu stellingarnar. "Hann er töff náungi og veit hvað hann er að gera," sagði annar um listamanninn sem fékk flest atkvæði ljósmyndara yfir Íslendinga sem festast hvað best á filmu. 2. Vigdís Finnbogadóttir "Leikhúskonan Vigdís er meðvituð um nærveru ljósmyndara sem er til mikilla þæginda. Vinna ljósmyndarans er að höndla stemningu í ljósmyndinni og þá þarf maður oft að sæta lagi og viðfangsefnið skynja hvar það passar inn. Þar mættist heimur ljósmyndarans og leikhúsreynsla Vigdísar," segir Gunnar V. Andrésson ljósmyndari sem oft hefur myndað Vigdísi um árin. Ljósmyndararnir voru flestir sammála um að hafa aldrei séð vonda mynd af Vigdísi. 3. Thor Vilhjálmsson "Thor hefur þetta sérstaka yfirbragð sem gefur ljósmyndum alltaf mikinn karakter. Það er svo sterkur svipur í andlitsfallinu og myndirnar verða oft mjög áhrifaríkar," segir einn ljósmyndarinn um Thor Vilhjálmsson rithöfund. Thor var eftirlætisviðfangsefni margra ljósmyndara sem sögðu að hægt væri að vera eins og fluga á vegg nærri honum. "Stórmennskan og viskan skilar sér í myndirnar án mikillar fyrirhafnar." Þessi voru einnig nefnd: Baltasar Kormákur: "Alveg sama hvar maður kemur að honum, formlega eða óformlega, hann myndast alltaf vel." Björn Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri NTC: "Kemur alltaf vel út á myndum; eins og að mynda súpermódel." Dóra María Lárusdóttir knattspyrnukona: "Einn fárra íþróttamanna sem myndast vel úti á velli." Friðrik Þór Friðriksson: "Það er enginn sem er eins geggjaður karakter og Friðrik, auk þess sem hann er svo skemmtilegur að maður þarf að passa sig á að gleyma ekki að mynda hann." Gyrðir Elíasson: "Ég get verið í kjörstöðu ljósmyndarans nærri þeim manni, fluga á vegg." Ómar Ragnarsson: "Ómar er hlýr og tekur sig ekki hátíðlega. Því myndast hann vel." Páll Óskar Hjálmtýsson: "Hefur svo skemmtilega mörg andlit, hægt að ná mörgum ólíkum myndum af honum." Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir: "Myndast vel á hvaða tíma dags sem er, hvar sem er, í hvernig fötum sem er." Sverrir Guðjónsson kontratenór: "Myndirnar af Sverri eru kyngimagnaðar." Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir: "Alltaf hægt að ná góðri mynd af Þorbjörgu, og hún er eini stjórnmálamaðurinn sem fer ekki í stellingar þegar ljósmyndari nálgast." Þráinn Bertelsson: "Auðvelt að ná góðri mynd af Þráni, þá sérstaklega þegar hann var með skeggið." Ljósmyndararnir sem greiddu atkvæði: Arnþór Birkisson, Áslaug Snorradóttir, Björn Blöndal, Einar Falur Ingólfsson, Emilía Björg Björnsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Gunnar Þór Nilsen, Haraldur Jónasson, Hreinn Hreinsson, Jónatan Grétarsson, Kjartan Þorbjörnsson, Golli, Kristinn Ingvarsson, Pjetur Sigurðsson, Sigtryggur Ari Jóhannsson Sigurþór Hallbjörnsson (Spessi), Teitur Jónasson, Valgarður Gíslason, Vera Pálsdóttir, Vilhelm Gunnarsson. Daníel Ágúst. Mynd/Stefán KarlssonVigdís Finnbogadóttir. Mynd/Valgarður Gíslason.Thor Vilhjálmsson. Mynd/Stefán Karlsson.Baltasar Kormákur. Mynd/Valgarður Gíslason.Björn Sveinbjörnsson. Mynd/Hari Jónasson.Dóra María Lárusdóttir. Mynd/Pjetur Sigurðsson.Friðrik Þór. Mynd/Teitur Jónasson.Gyrðir Elíasson. Mynd/Anton Brink.Ómar Ragnarsson. Mynd/Valgarður Gíslason.Páll Óskar. Mynd/Valgarður Gíslason.Ragnhildur Steinunn. Mynd/Teitur Jónasson.Sverrir Guðjónsson. Mynd/Gunnar V. Andrésson.Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Mynd/Gunnar V. Andrésson.Þráinn Bertelsson. Mynd/Valgarður Gíslason.
Lífið Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Fleiri fréttir Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Sjá meira