Lífið

Nicole bauð Paris ekki í brúðkaupið

Nicole Richie bauð Paris Hilton ekki í brúðkaup sitt.
Nicole Richie bauð Paris Hilton ekki í brúðkaup sitt.

Nicole Richie bauð fyrrverandi bestu vinkonu sinni, glamúrdrottningunni Paris Hilton, ekki í brúðkaup sitt og Joel Madden í dag. „Við vildum fagna áfanganum með fólkinu sem við elskum og þykjum vænt um,“ sagði Richie í viðtali við erlent slúðurtímarit.

Stöllurnar kynntust á leikskóla og voru óaðskiljanlegar um langt skeið. Þær léku í raunveruleika­þættinum The Simple Life, þar sem þær þurftu að segja skilið við glamúrlífið og flytja inn til venjulegra fjölskyldna og vinna við hversdagsleg störf.

Nicole og Paris greindu aldrei almennilega frá því hvað hefði komið upp á milli þeirra og sögðu að þær hefðu einfaldlega hætt að vera vinkonur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.