Enski boltinn

Moyes um Fellaini: Nú sjá allir það sem ég var að tala um

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marouane Fellaini átti frábæran leik í gær.
Marouane Fellaini átti frábæran leik í gær. Mynd/Getty Images

Marouane Fellaini átti frábæran leik þegar Everton vann 2-0 sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. David Moyes, stjóri Everton, rifjaði upp eftir leikinn það sem hann sagði um þennan snjalla Belga fyrir nokkrum vikum síðan.

„Fólk hélt ég væri orðinn alveg ruglaður þegar ég talaði um það fyrir nokkrum vikum að hann væri í hópi allra bestu leikmanna deildarinnar. Nú sjá allir sem voru að horfa á þennan leik hvað ég var að tala um," sagði David Moyes, stjóri Everton.

„Mér hefur liðið hræðilega af því að liðið hefur ekki verið að vinna leikina en nú er það að breytast. Liðið er að spila vel og við erum að fá marga menn til baka úr meiðslum," sagði Moyes og bætti við:

„Um leið og við erum búnir að fá alla menn til baka þá getum við alveg spilað með þeim bestu í þessari deild," sagði Moyes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×