Fótbolti

Elano: Dætur mínar björguðu mér

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Brasilíski miðjumaðurinn Elano þakkar dætrum sínum fyrir að hafa ekki meiðst alvarlega í leik Brasilíu og Fílabeinsstrandarinnar.

Elano fékk mjög slæmt högg á legginn og var borinn af velli. Legghlífarnar björguðu honum og hann verður klár í næsta leik.

Á leghlífunum eru nöfn dætra hans, Maria Teresa og Maria Clara, en hann fagnaði marki sínu í leiknum einmitt með því að sýna legghlífarnar.

"Ég hélt fyrst að ég hefði brotnað og var miður mín. Dætur mínar björguðu mér aftur á móti. Legghlífin var á milli. Ég þakka Guði fyrir að ekki fór verr," sagði Elano.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×