Fótbolti

Ronaldo niðurbrotinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo átti eitthvað ósagt við umheiminn eftir leikinn í gær.
Cristiano Ronaldo átti eitthvað ósagt við umheiminn eftir leikinn í gær. Nordic Photos / Getty Images

Cristiano Ronaldo segist vera niðurbrotinn eftir að Portúgal tapaði í gær fyrir Spáni, 1-0, í 16-liða úrslitum HM í Suður-Afríku.

Ronaldo var afar ósáttur í leikslok og hrækti til að mynda í átt til myndatökumanns sem myndaði hann skömmu eftir að leiknum lauk í gær.

Eftir leikinn neitaði hann að ræða við fréttamenn og beindi spurningum þeirra til þjálfarans. Hann hefur nú neitað því að um gagnrýni á störf þjálfarans hefði verið að ræða.

„Þegar ég sagði að það ætti að spyrja þjálfarann þá meinti ég einfaldlega að hann væri á blaðamannafundi og blaðamenn gætu heyrt skýringar hans þar. Mér fannst ég ekki geta útskýrt hvað gerðist í því ástandi sem ég var," sagði Ronaldo á heimasíðu sinni í gærkvöldi.

„Ég hefði aldrei trúað því að þessi saklausu orð gætu valdið svo miklum usla. Ég vil því biðja ykkur um að vera ekki að leita uppi drauga þar sem engir eru."

„Ég líð kvalir og hef rétt á að gera það í einrúmi. Ég er algerlega niðurbrotinn og afskaplega leiður."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×