Enski boltinn

Gazza mætti ekki í dómsuppkvaðningu - fór frekar í meðferð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Dæma átti í máli Paul Gascoigne í dag en hann var ákærður fyrir að keyra undir áhrifum áfengis. Reyndar var Gazza stöðvaður í tvígang með nokkurra daga millibili í vafasömu ástandi undir stýri.

Gazza lét ekki sjá sig í réttarsalnum í dag og þar með var ákveðið að fresta dómsuppkvaðningu. Ástæðan sem upp var gefin fyrir fjarveru Gazza var sú að hann væri farinn í meðferð.

Dómarinn í málinu var hneykslaður á framferði Gascoigne og sagði lögfræðingi hans að þeir réðu ekki ferðinni í þessu máli.

Málið verður tekið aftur fyrir þann 9. desember og þá verður dæmt í málinu, sama hvort Gazza mæti eður ei.

Hin fallna knattspyrnustjarna hefur átt í verulegum vandræðum með sjálfan sig upp á síðkastið og í morgun birtust myndir af honum í The Sun þar sem hann er að æla úr bíl á hraðbraut.

Þeir sem hafa áhuga á að sjá þær myndir geta skoðað þær hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×