Lífið

Leyndarmál Justin Bieber

Söngvarinn Justin Bieber vill ekki segja til um hvort hann sé á föstu.  nordicphotos/getty
Söngvarinn Justin Bieber vill ekki segja til um hvort hann sé á föstu. nordicphotos/getty
Í september síðastliðnum var ungstirnið Justin Bieber myndaður þar sem hann sat í aftursætinu á bíl og kyssti söngkonuna Jasmine Villegas. Söngvararnir ungu sáust síðan saman við nokkur önnur tækifæri og virtist fara vel á með þeim.

People Magazine greinir frá því að í nýju viðtali við Barböru Walters sagðist Bieber þó vera enn á lausu. „Ég kyssti hana. Ég veit ekki hvað ég ætti að segja, ég var bara að kyssa hana,“ sagði söngvarinn. „Ég vissi ekki að það væri verið að taka myndir. Þetta bara gerðist. Er það skrítið? Eru sextán ára unglingar ekki alltaf að kyssast? Það er ekkert óvenjulegt við það.“

Þegar Walters spurði söngvarann hvort hann væri á föstu með Villegas sagði hann þetta aðeins hafa verið koss.

Þegar sjónvarpsþátturinn Today Show spurði um sambandsstöðu Biebers í nóvember var svarið aftur á móti: „Ég segi pass.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.