Fótbolti

Batista tekur við argentínska landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Knattspyrnusamband Argentínu hefur fastráðið Sergio Batista sem landsliðsþjálfara. Hann tekur við liðinu af Diego Maradona.

Batista var áður þjálfari U-20 liðs Argentínu og tók tímabundið við þjálfun A-landsliðsins eftir að Maradona hætti með liðið.

Síðasti leikur Maradona var 4-0 tap fyrir Þýskalandi í fjórðungsúrslitum HM í Suður-Afríku í sumar.

„Þetta hefur verið draumur minn og eitt af mínum stóru markmiðum í lífinu,“ sagði Batista. „Ég vil að við vinnum það sem við þráum - síðasta leikinn á HM 2014.“

Batista spilaði 39 sinnum með argentínska landsliðinu á sínum tíma og varð heimsmeistari með liðinu árið 1986, þegar að Maradona var á hátindi ferilsins.

Undir stjórn Batista varð Argentína Ólympíumeistari í Peking árið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×