Gagnrýni og hótun-um ESB vísað á bug 30. september 2010 05:15 Tómas H. Heiðar sjávarútvegur Tómas H. Heiðar, formaður samninganefndar Íslands í makrílviðræðunum, vísar gagnrýni og hótunum Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, vegna makrílveiða Íslendinga alfarið á bug. Tómas segir Ísland reiðubúið til þess að leggja sitt af mörkum til þess að samkomulag takist um makrílveiðar en jafnframt sé ljóst að hótanir um aðgerðir á borð við uppsögn óskyldra samninga á milli Íslands og ESB séu ekki til þess fallnar að stuðla að lausn málsins. Á blaðamannafundi í Brussel 27. september gagnrýndi Damanaki makrílveiðar Íslendinga og Færeyinga harkalega og setti fram fullyrðingar um veiðarnar sem Tómas segir órökstuddar og fái ekki staðist. Gaf Damanaki í skyn að Íslendingar og Færeyingar bæru einir ábyrgð á því að heildarveiðar á makríl á þessu ári muni fyrirsjáanlega fara fram úr því sem sjálfbært getur talist. Loks hótaði hún því að ESB kynni að grípa til aðgerða gagnvart Íslandi og Færeyjum og meðal annars taka árlega fiskveiðisamninga sambandsins við löndin tvö til endurskoðunar. „Íslandi var lengi meinað að taka þátt í samningaviðræðum um makrílveiðar þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar að lútandi. Íslensk stjórnvöld voru því knúin til að setja einhliða kvóta til að takmarka makrílveiðar íslenskra skipa", segir Tómas. „Strandríkjunum fjórum, Íslandi, ESB, Færeyjum og Noregi, tókst ekki að ná samkomulagi um stjórn makrílveiðanna og skiptingu kvóta sín á milli fyrir árið 2010 og af þeim sökum hafa þau öll sett sér einhliða makrílkvóta fyrir þetta ár." Ísland setti sér kvóta árið 2010 sem tók mið af breyttu göngumynstri makrílsins og veiðum fyrri ára. Ekki liggur fyrir samkomulag um veiðarnar og samanlagðir einhliða kvótar fóru fram úr þeim heildarafla sem Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hafði lagt til. Tómas segir að íslensk stjórnvöld hafni því alfarið að reynt sé að draga Ísland sérstaklega til ábyrgðar vegna þessa, enda sé ábyrgð ESB, Færeyja og Noregs engu minni. „Kjarni málsins er sá að strandríkin fjögur bera sameiginlega ábyrgð á því að koma á heildstæðri stjórn makrílveiðanna til að tryggja sjálfbærar veiðar," segir Tómas. Viðræður strandríkjanna um stjórn makrílveiðanna frá og með næsta ári fara fram í London 12.-14. október næstkomandi. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
sjávarútvegur Tómas H. Heiðar, formaður samninganefndar Íslands í makrílviðræðunum, vísar gagnrýni og hótunum Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, vegna makrílveiða Íslendinga alfarið á bug. Tómas segir Ísland reiðubúið til þess að leggja sitt af mörkum til þess að samkomulag takist um makrílveiðar en jafnframt sé ljóst að hótanir um aðgerðir á borð við uppsögn óskyldra samninga á milli Íslands og ESB séu ekki til þess fallnar að stuðla að lausn málsins. Á blaðamannafundi í Brussel 27. september gagnrýndi Damanaki makrílveiðar Íslendinga og Færeyinga harkalega og setti fram fullyrðingar um veiðarnar sem Tómas segir órökstuddar og fái ekki staðist. Gaf Damanaki í skyn að Íslendingar og Færeyingar bæru einir ábyrgð á því að heildarveiðar á makríl á þessu ári muni fyrirsjáanlega fara fram úr því sem sjálfbært getur talist. Loks hótaði hún því að ESB kynni að grípa til aðgerða gagnvart Íslandi og Færeyjum og meðal annars taka árlega fiskveiðisamninga sambandsins við löndin tvö til endurskoðunar. „Íslandi var lengi meinað að taka þátt í samningaviðræðum um makrílveiðar þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar að lútandi. Íslensk stjórnvöld voru því knúin til að setja einhliða kvóta til að takmarka makrílveiðar íslenskra skipa", segir Tómas. „Strandríkjunum fjórum, Íslandi, ESB, Færeyjum og Noregi, tókst ekki að ná samkomulagi um stjórn makrílveiðanna og skiptingu kvóta sín á milli fyrir árið 2010 og af þeim sökum hafa þau öll sett sér einhliða makrílkvóta fyrir þetta ár." Ísland setti sér kvóta árið 2010 sem tók mið af breyttu göngumynstri makrílsins og veiðum fyrri ára. Ekki liggur fyrir samkomulag um veiðarnar og samanlagðir einhliða kvótar fóru fram úr þeim heildarafla sem Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hafði lagt til. Tómas segir að íslensk stjórnvöld hafni því alfarið að reynt sé að draga Ísland sérstaklega til ábyrgðar vegna þessa, enda sé ábyrgð ESB, Færeyja og Noregs engu minni. „Kjarni málsins er sá að strandríkin fjögur bera sameiginlega ábyrgð á því að koma á heildstæðri stjórn makrílveiðanna til að tryggja sjálfbærar veiðar," segir Tómas. Viðræður strandríkjanna um stjórn makrílveiðanna frá og með næsta ári fara fram í London 12.-14. október næstkomandi. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira