Enski boltinn

Liverpool og Milan berjast um Jovanovic

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Milan Jovanovic.
Milan Jovanovic.

Það stefnir allt í harða baráttu um þjónustu serbneska varnarmannsins hjá Standard Liege, Milan Jovanovic. Bæði AC Milan og Liverpool hafa mikinn áhuga á leikmanninum.

Samningur leikmannsins rennur út í sumar og Standard mun líklega reyna að fá pening fyrir hann núna í stað þess að missa hann án greiðslu næsta sumar.

Er talið að varnarmaðurinn sé fáanlegur fyrir 2,5 milljónir punda.

Sögusagnir herma að Liverpool sé þegar búið að ganga frá samningi leikmanninn en það hefur ekki fengist staðfest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×