Lífið

Leikur þokkafullan útrásarvíking

Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikur þokkafullan útrásarvíking í sjónvarpsseríunni Makalaus.
Fréttablaðið/Hörður
Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikur þokkafullan útrásarvíking í sjónvarpsseríunni Makalaus. Fréttablaðið/Hörður

„Mér líst vel á þessa þætti og fólkið í kringum þá. Ég var að fá handritið í hendurna og er því ekki búinn að kynna mér persónuna í þaula,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Hann hefur ráðinn í hlutverk útrásarvíkings en sá mun leika stóra rullu í sjónvarpsþáttunum Makalaus sem byggðir eru samnefndri bók Þorbjargar Marinósdóttur, Tobbu Marinós. Bókin naut feykilegra vinsælda á þessu ári og fjallar um sýn ungrar, einhleyprar stúlku í Reykjavík og þeim ævintýrum sem hún lendir í.

Guðmundur segir það ekki verða erfitt að finna fyrirmyndir fyrir útrásarvíking, af nægu séu að taka hvað varðar umfjöllun um lífstíl þeirra og persónuleika. Eins kaldhæðnislega og það kann að hljóma verður Guðmundur örugglega síðasti útrásarvíkingurinn í höfuðborginni því hinir eru langflestir búnir að flytja lögheimili sitt til Lúxemborg eða Spánar og sjást eingöngu í mýflugumynd þegar þeir læðast meðfram veggjum höfuðborgarinnar. „Það er nóg af góðum fyrirmyndum fyrir þetta hlutverk,“ segir Guðmundur og hlær.

Leikarinn verður áberandi á næsta sjónvarpsári því hann leikur Trausta Löve, fréttastjóra Einars Blaðamanns í Tíma Nornarinnar en hún verður sýnd á RÚV. Þá er hann æfa Fjalla-Eyvind í Norðurpólnum og leikur ráðherrann strípiglaða í Hlemmavideo. Að sögn Guðmundar er stefnt á að tökur hefjist þann 10.janúar en þættirnir verða sýndir á Skjá einum.-fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.