Lífið

Hasselhoff sparkað

David Hasselhoff á ekki sjö dagana sæla.
David Hasselhoff á ekki sjö dagana sæla.

Lífið er ekki bara hvítar strandir og sólbrenndir líkamar hjá David Hasselhoff. Nú hefur raunveruleikaþáttur hans, The Hasselhoffs, verið tekinn af dagskrá A&E-sjónvarpsstöðvarinnar eftir aðeins tvo þætti.

Rúmlega 700.000 áhorfendur sá fyrsta þáttinn á dögunum, en áhorfið hrundi niður í rúmlega 500.000 á öðrum þætti. Þetta var nóg fyrir stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar til að sparka Hasselhoff.

Búið var að taka upp átta þætti í viðbót sem munu að öllum líkindum aldrei koma fyrir augu almennings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.