Enski boltinn

Drogba og Kalou klárir í slaginn með Chelsea í kvöld

Ómar Þorgeirsson skrifar
Didier Drogba.
Didier Drogba. Nordic photos/AFP

Einn leikur fer fram í ensku úrvalsdeildinni þegar Hull tekur á móti toppliði Chelsea á KC-leikvanginum í Hull.

Chelsea getur með sigrinum náðu fjögurra stiga forskoti á Englandsmeistara Manchester United á toppi deildarinnar en Hull þarf nauðsynlega á stigi eða stigum að halda í harðri fallbaráttu en liðið er sem stendur í nítjánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti hjá Chelsea hefur nú kost á því að velja þá Didier Drogba og Salomon Kalou aftur í lið sitt en tvímenningarnir er komnir aftur til Englands eftir að hafa tekið þátt í Afríkukeppninni með landsliði Fílabeinsstrandarinnar.

Hull og Chelsea mættust á opnunardegi ensku úrvalsdeildarinnar í ágúst en þá vann Chelsea naumann 2-1 sigur þar sem Drogba skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×