Ísland verði griðastaður frjálsrar fjölmiðlunar 14. febrúar 2010 19:37 Gera á Ísland að alþjóðlegum griðastað frjálsrar fjölmiðlunar samkvæmt þverpólitískri þingsályktunartillögu sem lögð verður fram á Alþingi á næstu dögum. Einn af stofnendum vefsíðunnar Wikileaks telur líklegt að erlendir fjölmiðlar setji upp starfsstöðvar hér á landi verði ályktunin samþykkt. Þingsályktunartillagan gerir ráð fyrir því að Ísland skapi sér afgerandi sérstöðu varðandi lög um tjáningar- og upplýsingafrelsi. Tillagan hefur þegar vakið mikla athygli erlendis og hefur töluvert verið um hana fjallað í erlendum fjölmiðlum. Fjölmargir erlendir sem og innlendir sérfræðingar komu að gerð tillögunnar en um fimmtán þingmenn úr öllum flokkum nema sjálfstæðisflokknum hafa þegar lýst yfir sínum stuðningi. Þingflokkur sjálfstæðismanna mun taka afstöðu til tillögunnar á morgun og þá þykir líklegt að fleiri þingmenn bætist við. Birgitta flutningsmaður Setja á sérstök lög til að vernda heimildarmenn og uppljóstrara. Meðal annars gert ráð fyrir því að það verði gert refsivert fyrir blaðamenn að greina frá heimildarmönnum. Þá er lagt til að lög um samskiptavernd og vernd milliliða verði endurskoðuð sem og lög um réttarfarsvernd til að verja fjölmiðla gegn málsóknum auðugra manna. Einn af stofnendum vefsíðunnar Wikileaks var staddur hér á landi í síðustu viku til að kynna tillöguna. Hann segir að fjölmiðlar eigi það til að stöðva birtingu frétta af ótta við málsókn. Lagt er til að frönsk lög um vernd gagnagrunna og safna verði tekin upp hér á landi. Lögin taka til birtingar á efni á netinu. Ekki er hægt að höfða mál á hendur útgáfufyrirtæki ef efnið hefur verið aðgengilegt á netinu í meira en tvo mánuði. Komið í veg fyrir meiðyrðamálaflakk Þá verður komið í veg fyrir meiðyrðarmálaflakk með sérstökum lögum. Slík lög hefðu til að mynda gert Jóni Ólafssyni, athafnamanni, mjög erfitt að höfða meiðyrðamál gegn Hannesi Hólmsteini Gissurasyni í Bretlandi. Ennfremur er lagt til að lög um upplýsingafrelsi verði endurskoðuð til að tryggja aðgengi fjölmiðla að gögnum frá stjórnsýslunni. Flutningsmenn tillögunnar leggja ennfremur til að stofnað verði til fyrstu alþjóðlegu verðlaunanna sem kennd yðu við Ísland. Verðlaunin verði veitt þeim sem þykir hafa skarað fram úr hvað varðar vernd tjáningafrelsis ár hvert. Verði tillagan samþykkt er líklegt að erlendir fjölmiðlar setji upp starfsstöðvar hér á landi. Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Gera á Ísland að alþjóðlegum griðastað frjálsrar fjölmiðlunar samkvæmt þverpólitískri þingsályktunartillögu sem lögð verður fram á Alþingi á næstu dögum. Einn af stofnendum vefsíðunnar Wikileaks telur líklegt að erlendir fjölmiðlar setji upp starfsstöðvar hér á landi verði ályktunin samþykkt. Þingsályktunartillagan gerir ráð fyrir því að Ísland skapi sér afgerandi sérstöðu varðandi lög um tjáningar- og upplýsingafrelsi. Tillagan hefur þegar vakið mikla athygli erlendis og hefur töluvert verið um hana fjallað í erlendum fjölmiðlum. Fjölmargir erlendir sem og innlendir sérfræðingar komu að gerð tillögunnar en um fimmtán þingmenn úr öllum flokkum nema sjálfstæðisflokknum hafa þegar lýst yfir sínum stuðningi. Þingflokkur sjálfstæðismanna mun taka afstöðu til tillögunnar á morgun og þá þykir líklegt að fleiri þingmenn bætist við. Birgitta flutningsmaður Setja á sérstök lög til að vernda heimildarmenn og uppljóstrara. Meðal annars gert ráð fyrir því að það verði gert refsivert fyrir blaðamenn að greina frá heimildarmönnum. Þá er lagt til að lög um samskiptavernd og vernd milliliða verði endurskoðuð sem og lög um réttarfarsvernd til að verja fjölmiðla gegn málsóknum auðugra manna. Einn af stofnendum vefsíðunnar Wikileaks var staddur hér á landi í síðustu viku til að kynna tillöguna. Hann segir að fjölmiðlar eigi það til að stöðva birtingu frétta af ótta við málsókn. Lagt er til að frönsk lög um vernd gagnagrunna og safna verði tekin upp hér á landi. Lögin taka til birtingar á efni á netinu. Ekki er hægt að höfða mál á hendur útgáfufyrirtæki ef efnið hefur verið aðgengilegt á netinu í meira en tvo mánuði. Komið í veg fyrir meiðyrðamálaflakk Þá verður komið í veg fyrir meiðyrðarmálaflakk með sérstökum lögum. Slík lög hefðu til að mynda gert Jóni Ólafssyni, athafnamanni, mjög erfitt að höfða meiðyrðamál gegn Hannesi Hólmsteini Gissurasyni í Bretlandi. Ennfremur er lagt til að lög um upplýsingafrelsi verði endurskoðuð til að tryggja aðgengi fjölmiðla að gögnum frá stjórnsýslunni. Flutningsmenn tillögunnar leggja ennfremur til að stofnað verði til fyrstu alþjóðlegu verðlaunanna sem kennd yðu við Ísland. Verðlaunin verði veitt þeim sem þykir hafa skarað fram úr hvað varðar vernd tjáningafrelsis ár hvert. Verði tillagan samþykkt er líklegt að erlendir fjölmiðlar setji upp starfsstöðvar hér á landi.
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira