Innlent

Brotist inn í sjö bíla í nótt

Í nótt sem leið var brotist inn í 7 bifreiðar við Leynisbrún, Suðurvör og Staðarhraun í Grindavík.

Í öllum tilfellum var brotin hliðarrúða í bifreiðunum og stolið GPS staðsetningartækjum af Garmin gerð og úr einni bifreiðinni Canon Ixus myndavél auk lauslegra muna. Lögreglan á Suðurnesjum biður alla, sem geta veitt upplýsingar um þessi mál að hafa samband við lögregluna í síma 420-1800.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×