Enski boltinn

Park vill klára ferilinn hjá United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ji-Sung Park í leik með Manchester United.
Ji-Sung Park í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Kóreumaðurinn Ji-Sung Park segist gjarnan vilja spila með Manchester United þar til að ferli hans lýkur. Hann er nú samningsbundinn félaginu til 2012 en er sagður vilja framlengja samning sinn strax. Park kom til United árið 2005 og hefur síðan þá spilað stórt hlutverk í liði United. Alls hefur hann skorað fimmtán mörk í 150 leikjum í öllum keppnum. Hann sagði í samtali við fjölmiðla í Suður-Kóreu að hann sæi enga ástæðu fyrir því að fara frá besta félagi heims, eins og hann orðaði það. „Félagið hvetur líka leikmenn til að halda kyrru fyrir eins og sést best á því að Paul Scholes og Ryan Giggs eru enn að spila. Ef félagið hugsar vel um mig og mín mál þá tel ég það eðlilegt að halda kyrru fyrir. Ég get þó ekki fullyrt neitt um framtíðina.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×