Fótbolti

Allir heilir hjá Englendingum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rooney er mættur á æfingasvæðið.
Rooney er mættur á æfingasvæðið.

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, er með þægilegan hausverk fyrir leikinn gegn Þjóðverjum á morgun því allir 23 leikmenn liðsins eru heilir heilsu og klárir í slaginn.

Erfiðasta ákvörðun Capello verður klárlega að ákveða hver eigi að vera með John Terry í hjarta ensku varnarinnar. Ledley King er klár í slaginn sem og Jamie Carragher sem snýr til baka úr banni. Capello gæti þó haldið sig við Matthew Upson sem stóð sig ágætlega gegn Slóveníu.

Wayne Rooney er einnig klár í slaginn en hann meiddist á ökkla í leiknum gegn Slóvenum. Jermain Defoe heldur væntanlega sæti sínu í liðinu eftir fínan leik gegn Slóvenum.

Aðeins fjórir leikmenn enska landsliðsins hafa ekki enn komið við sögu á HM. Það eru þeir Joe Hart, Stephen Warnock, Michael Dawson og Michael Carrick.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×