Enski boltinn

Eiður sagður hafa hafnað Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Breska slúðurblaðið The Mirror segir í dag að Eiður Smári Guðjohnsen hafi hafnað tilboði um að koma til Liverpool og ætli þess í stað að fara til West Ham.

Blaðið segir að Eiður hafi hitt forráðamenn West Ham síðasta föstudag og þar hafi verið gengið frá lánssamningi.

Liverpool hafi svo stokkið í slaginn en Eiður hafi sagt nei við Benitez.

Liverpool er þrátt fyrir það enn á höttunum eftir framherja.





 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×