Enski boltinn

Ancelotti: Betra að vera heppinn stjóri en góður stjóri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea,var í góðu skapi á blaðamannafundi.
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea,var í góðu skapi á blaðamannafundi. Mynd/AFP

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, viðurkennir alveg að liðið hans hafi haft heppnina með sér þegar Manchester United og Arsenal nýttu hvorug tækifæri sitt þegar þau gátu komist upp fyrir Chelsea og í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Chelsea hefur aðeins unnið 2 af síðustu 6 deildarleikjum sínum en er enn með eins stigs forskot á Manchester United.

„Ef ég segi alveg eins og er þá var ég ekki hissa á því að United og Arsenal töpuðu stigum. Við töpuðum stigum á Everton og Birmingham þannig að öll lið lenda í þessu. Við erum samt enn á toppnum og eigum auk þess leik inni á móti Manchester United. Það er mjög gott og nú getum við bætt stöðu okkar enn frekar með að vinna Sunderland," sagði Ancelotti.

„Ég er heppinn maður að eðlisfari. Það er kannski betra fyrir stjóra að vera heppinn en fyrir hann að vera góður stjóri," sagði Ancelotti í léttum tón. „Ég er líka bjartsýnismaður og er að vinna starf sem er ástíða mín í lífinu. Á hverjum morgni vakna ég til þess að vinna starfið sem ég elska og vegna þess er ég einnig mjög heppinn," maður sagði Ancelotti.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.