Enski boltinn

Carragher: Hvorugt liðið átti skilið að vinna

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jamie Carragher.
Jamie Carragher.

„Við vorum heppnir," sagði sjálfsmarkahrókurinn Jamie Carragher eftir að Liverpool vann 1-0 sigur á Bolton í dag. Maxi Rodriguez skoraði eina mark leiksins rétt fyrir leikslok.

„Það má segja að hvorugt liðið hafi átt skilið að vinna þennan leik. Þetta var erfiður leikur, það er alltaf erfitt að mæta Bolton. Umfram allt er ég ánægður með að við séum komnir úr fallsæti," sagði Carragher.

Owen Coyle, stjóri Bolton, var sár eftir leikinn. „Það er erfitt að kyngja þessu. Við áttum ekki skilið að tapa þessum leik. Mér fannst við stjórna ferðinni á löngum köflum án þess þó að við sköpuðum okkur opin færi," sagði Coyle.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×