„Þetta mistókst, sem betur fer.“ 14. desember 2010 08:00 Taimour Abdulwahab. „Hann var með þrjú sprengjusett og ég held ekki að hann hafi ætlað sér að sprengja bara sjálfan sig í loft upp," segir Tomas Lindstrand, saksóknari í Stokkhólmi. „Þetta mistókst, sem betur fer." Sprengjuárásin sem gerð var í miðborg Stokkhólms á laugardag kostaði engan annan en árásarmanninn lífið, en tveir vegfarendur særðust. Lindstrand segir að sprengjumaðurinn hafi verið Taimour Abdulwahab, 28 ára gamall maður sem var ættaður frá Mið-Austurlöndum en fékk sænskan ríkisborgararétt fyrir átján árum. Hann hafði búið í Bretlandi undanfarin tíu ár en kom til Svíþjóðar núna í tengslum við afmæli föður síns. Skömmu fyrir dauða sinn hafði hann sent hótunarskeyti í tölvupósti, þar sem meðal annars var talað um „heilagt stríð". „Hann var vel búinn sprengjuefnum, svo ég tel óhætt að giska á að ferðinni hafi verið heitið á stað þar sem væri sem allra flest fólk, kannski á aðalbrautarstöðina, kannski í Åhlens-verslunarmiðstöðina," sagði Lindstrand. Hann segir að Abdulwahab hafi verið með sprengjur festar við sig, fleiri sprengjur í bakpoka og loks var hann með „eitthvað sem leit út eins og þrýstipottur". Að minnsta kosti hluta tímans í Bretlandi bjó hann í borginni Luton, sem er skammt norðan við London. Þar stundaði hann háskólanám árin 2001 til 2004. Einnig sótti hann þar miðstöð múslima í nokkra mánuði árin 2006 og 2007, en hætti að koma þangað eftir að hann fékk á sig gagnrýni fyrir að vera of róttækur. Farasat Latif, ritari moskunnar í Luton, segir hann hafa verið vinalegan og líflegan mann sem til að byrja með var vel liðinn. Það hafi þó breyst þegar hann fór að boða öfgar í trúnni. „Dag nokkurn við morgunbæn í ramadan-mánuði - þá voru um hundrað manns komnir þar saman - stóð bænaformaðurinn upp og afhjúpaði hann, varaði við hryðjuverkum, sjálfsvígssprengingum og slíku. Hann vissi að þessu var beint gegn sér og stormaði út úr moskunni. Hann sást aldrei aftur," sagði Latif. Á sunnudaginn birtist nafn Abdulwahabs á vefsíðu tengdri hryðjuverkasamtökunum Al Kaída. Skilaboð frá honum bárust sænsku lögreglunni og sjónvarpsstöðinni TT á sunnudag, stuttu áður en hann sprengdi sig í loft upp í Stokkhólmi. Í skilaboðunum var minnst á heilagt stríð, talað um þátttöku sænska hersins í hernaðinum í Afganistan og minnst á sænska teiknarann, sem teiknaði Múhameð spámann í líki hunds.gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Sjá meira
„Hann var með þrjú sprengjusett og ég held ekki að hann hafi ætlað sér að sprengja bara sjálfan sig í loft upp," segir Tomas Lindstrand, saksóknari í Stokkhólmi. „Þetta mistókst, sem betur fer." Sprengjuárásin sem gerð var í miðborg Stokkhólms á laugardag kostaði engan annan en árásarmanninn lífið, en tveir vegfarendur særðust. Lindstrand segir að sprengjumaðurinn hafi verið Taimour Abdulwahab, 28 ára gamall maður sem var ættaður frá Mið-Austurlöndum en fékk sænskan ríkisborgararétt fyrir átján árum. Hann hafði búið í Bretlandi undanfarin tíu ár en kom til Svíþjóðar núna í tengslum við afmæli föður síns. Skömmu fyrir dauða sinn hafði hann sent hótunarskeyti í tölvupósti, þar sem meðal annars var talað um „heilagt stríð". „Hann var vel búinn sprengjuefnum, svo ég tel óhætt að giska á að ferðinni hafi verið heitið á stað þar sem væri sem allra flest fólk, kannski á aðalbrautarstöðina, kannski í Åhlens-verslunarmiðstöðina," sagði Lindstrand. Hann segir að Abdulwahab hafi verið með sprengjur festar við sig, fleiri sprengjur í bakpoka og loks var hann með „eitthvað sem leit út eins og þrýstipottur". Að minnsta kosti hluta tímans í Bretlandi bjó hann í borginni Luton, sem er skammt norðan við London. Þar stundaði hann háskólanám árin 2001 til 2004. Einnig sótti hann þar miðstöð múslima í nokkra mánuði árin 2006 og 2007, en hætti að koma þangað eftir að hann fékk á sig gagnrýni fyrir að vera of róttækur. Farasat Latif, ritari moskunnar í Luton, segir hann hafa verið vinalegan og líflegan mann sem til að byrja með var vel liðinn. Það hafi þó breyst þegar hann fór að boða öfgar í trúnni. „Dag nokkurn við morgunbæn í ramadan-mánuði - þá voru um hundrað manns komnir þar saman - stóð bænaformaðurinn upp og afhjúpaði hann, varaði við hryðjuverkum, sjálfsvígssprengingum og slíku. Hann vissi að þessu var beint gegn sér og stormaði út úr moskunni. Hann sást aldrei aftur," sagði Latif. Á sunnudaginn birtist nafn Abdulwahabs á vefsíðu tengdri hryðjuverkasamtökunum Al Kaída. Skilaboð frá honum bárust sænsku lögreglunni og sjónvarpsstöðinni TT á sunnudag, stuttu áður en hann sprengdi sig í loft upp í Stokkhólmi. Í skilaboðunum var minnst á heilagt stríð, talað um þátttöku sænska hersins í hernaðinum í Afganistan og minnst á sænska teiknarann, sem teiknaði Múhameð spámann í líki hunds.gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Sjá meira