„Þetta mistókst, sem betur fer.“ 14. desember 2010 08:00 Taimour Abdulwahab. „Hann var með þrjú sprengjusett og ég held ekki að hann hafi ætlað sér að sprengja bara sjálfan sig í loft upp," segir Tomas Lindstrand, saksóknari í Stokkhólmi. „Þetta mistókst, sem betur fer." Sprengjuárásin sem gerð var í miðborg Stokkhólms á laugardag kostaði engan annan en árásarmanninn lífið, en tveir vegfarendur særðust. Lindstrand segir að sprengjumaðurinn hafi verið Taimour Abdulwahab, 28 ára gamall maður sem var ættaður frá Mið-Austurlöndum en fékk sænskan ríkisborgararétt fyrir átján árum. Hann hafði búið í Bretlandi undanfarin tíu ár en kom til Svíþjóðar núna í tengslum við afmæli föður síns. Skömmu fyrir dauða sinn hafði hann sent hótunarskeyti í tölvupósti, þar sem meðal annars var talað um „heilagt stríð". „Hann var vel búinn sprengjuefnum, svo ég tel óhætt að giska á að ferðinni hafi verið heitið á stað þar sem væri sem allra flest fólk, kannski á aðalbrautarstöðina, kannski í Åhlens-verslunarmiðstöðina," sagði Lindstrand. Hann segir að Abdulwahab hafi verið með sprengjur festar við sig, fleiri sprengjur í bakpoka og loks var hann með „eitthvað sem leit út eins og þrýstipottur". Að minnsta kosti hluta tímans í Bretlandi bjó hann í borginni Luton, sem er skammt norðan við London. Þar stundaði hann háskólanám árin 2001 til 2004. Einnig sótti hann þar miðstöð múslima í nokkra mánuði árin 2006 og 2007, en hætti að koma þangað eftir að hann fékk á sig gagnrýni fyrir að vera of róttækur. Farasat Latif, ritari moskunnar í Luton, segir hann hafa verið vinalegan og líflegan mann sem til að byrja með var vel liðinn. Það hafi þó breyst þegar hann fór að boða öfgar í trúnni. „Dag nokkurn við morgunbæn í ramadan-mánuði - þá voru um hundrað manns komnir þar saman - stóð bænaformaðurinn upp og afhjúpaði hann, varaði við hryðjuverkum, sjálfsvígssprengingum og slíku. Hann vissi að þessu var beint gegn sér og stormaði út úr moskunni. Hann sást aldrei aftur," sagði Latif. Á sunnudaginn birtist nafn Abdulwahabs á vefsíðu tengdri hryðjuverkasamtökunum Al Kaída. Skilaboð frá honum bárust sænsku lögreglunni og sjónvarpsstöðinni TT á sunnudag, stuttu áður en hann sprengdi sig í loft upp í Stokkhólmi. Í skilaboðunum var minnst á heilagt stríð, talað um þátttöku sænska hersins í hernaðinum í Afganistan og minnst á sænska teiknarann, sem teiknaði Múhameð spámann í líki hunds.gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
„Hann var með þrjú sprengjusett og ég held ekki að hann hafi ætlað sér að sprengja bara sjálfan sig í loft upp," segir Tomas Lindstrand, saksóknari í Stokkhólmi. „Þetta mistókst, sem betur fer." Sprengjuárásin sem gerð var í miðborg Stokkhólms á laugardag kostaði engan annan en árásarmanninn lífið, en tveir vegfarendur særðust. Lindstrand segir að sprengjumaðurinn hafi verið Taimour Abdulwahab, 28 ára gamall maður sem var ættaður frá Mið-Austurlöndum en fékk sænskan ríkisborgararétt fyrir átján árum. Hann hafði búið í Bretlandi undanfarin tíu ár en kom til Svíþjóðar núna í tengslum við afmæli föður síns. Skömmu fyrir dauða sinn hafði hann sent hótunarskeyti í tölvupósti, þar sem meðal annars var talað um „heilagt stríð". „Hann var vel búinn sprengjuefnum, svo ég tel óhætt að giska á að ferðinni hafi verið heitið á stað þar sem væri sem allra flest fólk, kannski á aðalbrautarstöðina, kannski í Åhlens-verslunarmiðstöðina," sagði Lindstrand. Hann segir að Abdulwahab hafi verið með sprengjur festar við sig, fleiri sprengjur í bakpoka og loks var hann með „eitthvað sem leit út eins og þrýstipottur". Að minnsta kosti hluta tímans í Bretlandi bjó hann í borginni Luton, sem er skammt norðan við London. Þar stundaði hann háskólanám árin 2001 til 2004. Einnig sótti hann þar miðstöð múslima í nokkra mánuði árin 2006 og 2007, en hætti að koma þangað eftir að hann fékk á sig gagnrýni fyrir að vera of róttækur. Farasat Latif, ritari moskunnar í Luton, segir hann hafa verið vinalegan og líflegan mann sem til að byrja með var vel liðinn. Það hafi þó breyst þegar hann fór að boða öfgar í trúnni. „Dag nokkurn við morgunbæn í ramadan-mánuði - þá voru um hundrað manns komnir þar saman - stóð bænaformaðurinn upp og afhjúpaði hann, varaði við hryðjuverkum, sjálfsvígssprengingum og slíku. Hann vissi að þessu var beint gegn sér og stormaði út úr moskunni. Hann sást aldrei aftur," sagði Latif. Á sunnudaginn birtist nafn Abdulwahabs á vefsíðu tengdri hryðjuverkasamtökunum Al Kaída. Skilaboð frá honum bárust sænsku lögreglunni og sjónvarpsstöðinni TT á sunnudag, stuttu áður en hann sprengdi sig í loft upp í Stokkhólmi. Í skilaboðunum var minnst á heilagt stríð, talað um þátttöku sænska hersins í hernaðinum í Afganistan og minnst á sænska teiknarann, sem teiknaði Múhameð spámann í líki hunds.gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira