Fótbolti

Nígería vill halda Lagerbäck

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Nígeríu.
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Nígeríu. Nordic Photos / AFP

Forráðamenn nígeríska knattspyrnusambandsins vilja halda Svíanum Lars Lagerbäck sem landsliðsþjálfara.

Talið er að Lagerbäck standi til boða nýr samningur þrátt fyrir slæmt gengi Nígeríu á HM í Suður-Afríku. Liðið varð í neðsta sæti B-riðils með aðeins eitt stig.

Lagerbäck er nú í fríi og verður því einhver bið á því að gengið verði frá þessu en forráðamenn sambandsins sögðust fyrr í vikunni vilja halda honum í starfi.

Hann var landsliðsþjálfari Svíþjóðar í níu ár og í alls tíu ár þar á undan sem aðstoðarlandsliðsþjálfari og þjálfari yngri landsliða hjá sænska knattspyrnusambandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×