Lífið

Ellen fagnar plötuútgáfu

Ellen Kristjánsdóttir heldur útgáfutónleika á Kaffi Rósenberg í kvöld klukkan 21.
Ellen Kristjánsdóttir heldur útgáfutónleika á Kaffi Rósenberg í kvöld klukkan 21.
Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir heldur útgáfutónleika á Kaffi Rósenberg í kvöld kl. 21. Tilefnið er útgáfa plötunnar Let Me Be There sem var tekin upp í samstarfi við gítarleikarann Pétur Hallgrímsson. Tíu lög eru á plötunni, átta eftir Pétur en hin tvö eftir Ellen. Auk þeirra tveggja spila á plötunni Jakob Smári Magnússon á bassa og Matthías Hemstock á trommur. Dætur Ellenar, þær Sigríður, Elísabet og Elín, syngja bakraddir og Sigurður Guðmundsson raddar og spilar á orgel í einu lagi. Áður en Ellen stígur á svið í kvöld flytur Elín Ey nokkur ný lög.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.