Innlent

Búið að slökkva eld í rútu - grunur um íkveikju

Eldurinn var slökktur á hálftíma.
Eldurinn var slökktur á hálftíma. Mynd / Stefán

Búið er að slökkva eld í gamalli rútu í Kópavoginum en slökkvistarf tók um hálftíma. Engin hætta skapaðist af eldinum fyrir utan aspir sem brunnu.

Samkvæmt lögreglunni þá er talið líklegt að einhver hafi kveikt í rútunni sem hefur staðið á sama stað í allnokkurn tíma.

Þá fékk slökkviliðið annað útkall á svipuðum tíma og hitt barst, en það var í Mosfellsbæ. Þar hafði einhver borið eld að rusli og gróðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×