Enski boltinn

Ferguson ósáttur við dómgæsluna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri United.
Alex Ferguson, stjóri United. Nordic Photos / Getty Images

Alex Ferguson gagnrýndi dómara leiks Manchester United og Birmingham í dag en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Lið United var mun sterkari aðilinn í leiknum en Cameron Jerome kom Birmingham engu að síður yfir með marki á 39. mínútu.

United jafnaði svo metin með sjálfsmarki Scott Dann og Darren Fletcher fékk svo að líta rauða spjaldið undir lok leiksins fyrir sína aðra áminingu.

Ferguson sagði það fáránlega ákvörðun að reka Fletcher af velli. „Ég hef ekki séð mann fá rautt spjald fyrir minni sakir í langan tíma. Þetta var í raun algerlega fáránlegt," sagði Ferguson.

„Ég hef verið að fylgjast með Mark Clattenburg [dómaranum] á þessu tímabili. Hann dæmdi leik Arsenal og Tottenham og var engu líkara að einhver hefði þurft að hæfa annan leikmann öxi til að fá gult í þeim leik og svo rekur hann mann af velli í þessum leik."

„Það voru nokkrar yndislegar og furðulegar ákvarðanir í þessum leik. Aðstoðardómarinn dæmdi rangstæðu þegar það var skorað sjálfsmark. Þetta var sjálfsmark og hann dæmdi rangstöðu!"

Í október síðastliðnum gagnrýndi Ferguson frammistöðu dómarans Alan Wiley eftir leik og sagði hann ekki í nægilega góðu formi. Hann var sektaður um 20 þúsund pund og dæmdur í fjögurra leikja bann - tveir þeirra voru skilorðsbundnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×