Karlmaður um fertugt var stunginn með eggvopni í hálsinn við Mánagötu í Reykjavík snemma í morgun. Hann hlaut alvarlega áverka og var fluttur á Landspítalann við Hringbraut.
Ekki fengust nákvæmar upplýsingar um málið aðrar en þær að árásarmaðurinn væri í haldi lögreglu og að málið væri í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Maðurinn sem varð fyrir árásinni lá á gjörgæsludeild um tíma í dag. Vakthafandi læknir þar sagði í samtali við Vísi að maðurinn væri núna kominn á almenna deild.
Karlmaður stunginn á Mánagötu
Jón Hákon Halldórsson skrifar
