Allir nema sjálfstæðismenn ræddu skuldavandann Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2010 12:07 Þór Saari mætti fyrir hönd Hreyfingarinnar. Allir flokkar áttu fulltrúa á fundinum nema Sjálfstæðisflokkurinn Mynd: Vilhelm Gunnarsson Nefnd fimm ráðherra og fulltrúa stjórnarandstöðunnar funduðu í forsætisráðuneytinu í morgun um mögulegar aðgerðir til að létta á skuldavanda heimilanna. Sjálfstæðisflokkurinn var eini flokkurinn sem ekki átti fulltrúa á fundinum. Þór Saari mætti á fundinn í morgun fyrir hönd Hreyfingarinnar og Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknarflokksins mætti fyrir hönd Framsóknarflokksins. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lýst því yfir að flokkurinn muni ekki taka þátt í fundunum. Á Alþingi í morgun sagði Bjarni að það hafi ekki staðið á þingmönnum flokksins né öðrum þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna að standa að lausnum einstakra mála með stjórnarflokkunum í þinginu. Að mati Bjarna getur ríkisstjórnin ekki laðað fjárfestingu til landsins og sé fyrirmunað að koma fram með lausnir á málum heimilanna. Hann sagði ríkisstjórnina sjálfa vera aðalvandamálið og landið væri stjórnlaust. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra harmaði í gær ef stjórnarandstaðan ætlaði ekki að taka þátt í störfum ráðherranefndarinnar. Stefnt er að því að nefndin, sem skipuð er forsætis-, fjármála-, dóms-, félags- og viðskiptaráðherra ásamt fulltrúum stjórnarandstöðunnar, fundi á hverjum degi þar til niðurstaða er fengin. Fulltrúar Hagsmunasamtaka heimilanna funduðu með ráðherrunum í gær og voru bjartsýnir að fundi loknum. Stefnt er að því að nefndin fundi með talsmönnum viðskiptabankanna og lífeyrissjóðanna eftir helgi, um möguleika á lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda heimilanna, um allt að 18 prósent eins og Hagsmunasamtökin fara fram á. Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Nefnd fimm ráðherra og fulltrúa stjórnarandstöðunnar funduðu í forsætisráðuneytinu í morgun um mögulegar aðgerðir til að létta á skuldavanda heimilanna. Sjálfstæðisflokkurinn var eini flokkurinn sem ekki átti fulltrúa á fundinum. Þór Saari mætti á fundinn í morgun fyrir hönd Hreyfingarinnar og Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknarflokksins mætti fyrir hönd Framsóknarflokksins. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lýst því yfir að flokkurinn muni ekki taka þátt í fundunum. Á Alþingi í morgun sagði Bjarni að það hafi ekki staðið á þingmönnum flokksins né öðrum þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna að standa að lausnum einstakra mála með stjórnarflokkunum í þinginu. Að mati Bjarna getur ríkisstjórnin ekki laðað fjárfestingu til landsins og sé fyrirmunað að koma fram með lausnir á málum heimilanna. Hann sagði ríkisstjórnina sjálfa vera aðalvandamálið og landið væri stjórnlaust. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra harmaði í gær ef stjórnarandstaðan ætlaði ekki að taka þátt í störfum ráðherranefndarinnar. Stefnt er að því að nefndin, sem skipuð er forsætis-, fjármála-, dóms-, félags- og viðskiptaráðherra ásamt fulltrúum stjórnarandstöðunnar, fundi á hverjum degi þar til niðurstaða er fengin. Fulltrúar Hagsmunasamtaka heimilanna funduðu með ráðherrunum í gær og voru bjartsýnir að fundi loknum. Stefnt er að því að nefndin fundi með talsmönnum viðskiptabankanna og lífeyrissjóðanna eftir helgi, um möguleika á lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda heimilanna, um allt að 18 prósent eins og Hagsmunasamtökin fara fram á.
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira