Avatar fékk Gullhnöttinn 19. janúar 2010 04:00 avatar James Cameron ásamt framleiðanda og aðalleikurum Avatar þegar þau tóku á móti Golden Globe-verðlaununum.nordicphotos/getty Stórmyndin Avatar var valin besta dramatíska myndin á Golden Globe-verðlaunahátíðinni sem var haldin í Los Angeles. Leikstjórinn James Cameron var einnig verðlaunaður. Það eru samtök erlendra fréttamanna í Hollywood sem standa á bak við Golden Globe-verðlaunin, sem þykja gefa góðar vísbendingar um hverjir hljóta Óskarsverðlaunin 7. mars næstkomandi. „Þetta er besta starf í heimi,“ sagði Cameron þegar Avatar var kjörin besta myndin. „Starf okkar snýst um að skemmta áhorfendum úti um allan heim.“ Cameron vann einnig Golden Globe fyrir að leikstýra Titanic og í framhaldinu fékk myndin ellefu Óskarsverðlaun. Avatar hefur þénað 1,6 milljarða dollara, eða um tvö hundruð milljarða króna. Talið er að hún muni sigla fram úr Titanic í þessari viku, sem þénaði á sínum tíma 1,8 milljarða dollara, og verða um leið tekjuhæsta mynd sögunnar. The Hangover var kjörin besta myndin í söngleikja- eða gamanmyndaflokki auk þess sem Up var valin besta teiknimyndin. Hin margverðlaunaða Meryl Streep var valin besta leikkonan í söngleik eða gamanmynd fyrir hlutverk sitt í Julia & Julia og Sandra Bullock var valin besta dramatíska leikkonan fyrir frammistöðu sína í The Blind Side. Þetta voru hennar fyrstu Golden Globe-verðlaun. Það sama var uppi á teningnum hjá Jeff Bridges sem vann fyrir myndina Crazy Heart. Robert Downey Jr. var kjörinn besti leikarinn í söngleikja- eða gamanflokki fyrir hlutverk sitt í Sherlock Holmes. Mo"Nique var valin besta aukaleikkonan í dramaflokki fyrir hlutverk sitt í Precious og hinn austurríski Christoph Waltz sigraði í karlaflokki fyrir eftirminnilega frammistöðu í Inglorious Basterds. Kvikmyndin Brothers, sem Sigurjón Sighvatsson framleiddi, var tilnefnd til tvennra verðlauna en fékk hvorug. Sömuleiðis var The Hurt Locker, þar sem Karl Júlíusson sá um leikmyndina, sniðgengin. Mad Men var valinn besti dramaþátturinn í sjónvarpi og í flokki söngleikja- eða gamanþátta stóð Glee uppi sem sigurvegari. Báðir þættirnir eru sýndir á Stöð 2. Michael C. Hall úr Dexter, sem er sýndur á Skjá einum, fékk Golden Globe sem besti leikarinn í dramaþætti og Julianne Margulies vann sömu verðlaun fyrir The Good Wife en þeir verða einnig sýndir á Skjá einum. Besti leikarinn í söngleikja- eða gamanþætti var kjörinn Alec Baldwin fyrir 30 Rock og í kvennaflokki vann Toni Collette fyrir United States of Tara. Báðir þættirnir eru sýndir á Skjá einum. sandra bullock Bullock fékk verðlaun fyrir hlutverk sitt í The Blind Side. Golden Globes Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
Stórmyndin Avatar var valin besta dramatíska myndin á Golden Globe-verðlaunahátíðinni sem var haldin í Los Angeles. Leikstjórinn James Cameron var einnig verðlaunaður. Það eru samtök erlendra fréttamanna í Hollywood sem standa á bak við Golden Globe-verðlaunin, sem þykja gefa góðar vísbendingar um hverjir hljóta Óskarsverðlaunin 7. mars næstkomandi. „Þetta er besta starf í heimi,“ sagði Cameron þegar Avatar var kjörin besta myndin. „Starf okkar snýst um að skemmta áhorfendum úti um allan heim.“ Cameron vann einnig Golden Globe fyrir að leikstýra Titanic og í framhaldinu fékk myndin ellefu Óskarsverðlaun. Avatar hefur þénað 1,6 milljarða dollara, eða um tvö hundruð milljarða króna. Talið er að hún muni sigla fram úr Titanic í þessari viku, sem þénaði á sínum tíma 1,8 milljarða dollara, og verða um leið tekjuhæsta mynd sögunnar. The Hangover var kjörin besta myndin í söngleikja- eða gamanmyndaflokki auk þess sem Up var valin besta teiknimyndin. Hin margverðlaunaða Meryl Streep var valin besta leikkonan í söngleik eða gamanmynd fyrir hlutverk sitt í Julia & Julia og Sandra Bullock var valin besta dramatíska leikkonan fyrir frammistöðu sína í The Blind Side. Þetta voru hennar fyrstu Golden Globe-verðlaun. Það sama var uppi á teningnum hjá Jeff Bridges sem vann fyrir myndina Crazy Heart. Robert Downey Jr. var kjörinn besti leikarinn í söngleikja- eða gamanflokki fyrir hlutverk sitt í Sherlock Holmes. Mo"Nique var valin besta aukaleikkonan í dramaflokki fyrir hlutverk sitt í Precious og hinn austurríski Christoph Waltz sigraði í karlaflokki fyrir eftirminnilega frammistöðu í Inglorious Basterds. Kvikmyndin Brothers, sem Sigurjón Sighvatsson framleiddi, var tilnefnd til tvennra verðlauna en fékk hvorug. Sömuleiðis var The Hurt Locker, þar sem Karl Júlíusson sá um leikmyndina, sniðgengin. Mad Men var valinn besti dramaþátturinn í sjónvarpi og í flokki söngleikja- eða gamanþátta stóð Glee uppi sem sigurvegari. Báðir þættirnir eru sýndir á Stöð 2. Michael C. Hall úr Dexter, sem er sýndur á Skjá einum, fékk Golden Globe sem besti leikarinn í dramaþætti og Julianne Margulies vann sömu verðlaun fyrir The Good Wife en þeir verða einnig sýndir á Skjá einum. Besti leikarinn í söngleikja- eða gamanþætti var kjörinn Alec Baldwin fyrir 30 Rock og í kvennaflokki vann Toni Collette fyrir United States of Tara. Báðir þættirnir eru sýndir á Skjá einum. sandra bullock Bullock fékk verðlaun fyrir hlutverk sitt í The Blind Side.
Golden Globes Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira