Lífið

Longoria sökuð um framhjáhald

Eva Longoria er sögð hafa haldið framhjá Tony Parker með hjólreiðakappanum Lance Armstrong.
nordicphotos/getty
Eva Longoria er sögð hafa haldið framhjá Tony Parker með hjólreiðakappanum Lance Armstrong. nordicphotos/getty
Aðþrengda eiginkonan Eva Longoria sótti nýverið um skilnað frá eiginmanni sínum, körfuboltamanninum Tony Parker. Ástæða skilnaðarins er sú að Parker átti að hafa átt vingott við aðra konu.

Nú er því haldið fram að Parker hafi ekki verið einn um að halda framhjá á meðan á hjónabandinu stóð því Longoria á að hafa átt í sambandi við hjólreiðakappann Lance Armstrong, en sá hefur verið kenndur við konur á borð við Kate Hudson og söngkonuna Sheryl Crow. „Opinberlega láta þau sem þeim þyki enn vænt hvoru um annað en raunin er önnur. Þau gera ekki annað en að kenna hvort öðru um hitt og þetta til að reyna að fá samúð almennings,“ var haft eftir innanbúðarmanni.

Tímaritið Enquirer heldur því fram að Parker hafi átt vingott við sjö konur, þar á meðal Erin Barry, eiginkonu fyrrverandi liðsfélaga síns, og dansara með hljómsveitinni Pussycat Dolls.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.