Robert Pattinson og Kristen Stewart snæddu kvöldverð á veitingastaðnum Fleming’s Prime Steakhouse ásamt tökuliði nýjustu Twilight-myndarinnar fyrr í vikunni. Að sögn sjónarvotta virtist parið afskaplega ástfangið.
„Þau virtust mjög ástfangin, héldust í hendur og töluðu eiginlega bara við hvort annað. Þau virtust bara hafa áhuga á hvort öðru,“ sagði sjónarvottur í viðtali við tímaritið People.
„Þau voru alls ekki óviðeigandi en þau voru greinilega saman og litu bara út eins og venjulegt ástfangið par,“ sagði sjónarvotturinn.
Héldust í hendur
