Lífið

Ben vinnur heima

Heimavinnandi Ben Affleck verður einn heima með dætur sínar næstu mánuði á meðan Jennifer Garner leikur í kvikmynd.
Heimavinnandi Ben Affleck verður einn heima með dætur sínar næstu mánuði á meðan Jennifer Garner leikur í kvikmynd.
Samkvæmt US Magazine ætlar leikarinn Ben Affleck að vera heimavinnandi faðir nú á næstu mánuðum og segist hann hlakka mikið til að geta eytt tíma með dætrum sínum tveimur.

„Eiginkona mín er að fara í burtu til að leika í kvikmynd og á meðan verður það bara Herra mamma,“ sagði leikarinn, sem er að kynna nýjustu kvikmynd sína um þessar mundir. Myndin nefnist The Company Men og þar leikur Affleck á móti Tommy Lee Jones og Kevin Costner.

Rómantíkin virðist ekki alveg farin úr Hollywood því þegar leikarinn var inntur eftir því hvað það væri í fari eiginkonu hans sem hann elskaði mest svaraði hann: „Ég elska allt við hana.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.