Lífið

Sjónvarpsborðið notað í fyrsta skipti

Tíu myndavélar eru í sjónvarpsborðinu sem verður notað í fyrsta skipti um helgina. Valur segir mikla spennu í pókersamfélaginu fyrir mótinu.
fréttablaðið/valli
Tíu myndavélar eru í sjónvarpsborðinu sem verður notað í fyrsta skipti um helgina. Valur segir mikla spennu í pókersamfélaginu fyrir mótinu. fréttablaðið/valli
„Það eru tíu myndavélur í borðinu og svo verða nokkrar á flakki um salinn,“ segir Valur Heiðar Sævarsson, eigandi pókerklúbbsins Button við Gullinbrú, sem var opnaður á dögunum.

Valur efnir til stórmóts í dag. Yfir 200 spilarar eru skráðir til leiks, en búist er að við að um 150 láti sjá sig. Sérstakt sjónvarpsborð, sem flutt var inn í samstarfi við vefspilavítið Betsson fyrir nokkrum mánuðum, verður í fyrsta skipti notað á mótinu og er ætlunin að taka upp lítinn þátt fyrir íslenska pókersamfélagið.

„Borðið verður ekki í mikilli notkun, en það verður prófað,“ segir Valur og bætir við að pókersamfélagið sé gríðar­lega spennt fyrir mótinu. „Þetta er stærsta mót sem haldið hefur verið á klúbbi á Íslandi og það stærsta fyrir utan Íslandsmótið.“

Er þetta skref í áttina að því að íslenskur póker verði sýndur í sjónvarpi?

„Jújú. Þetta er eitt af skrefunum; að sjá það í notkun og pæla í möguleikunum. Þessi þekking er einfaldlega ekki til staðar á Íslandi. Það þarf að byggja upp.“

Valur tekur fram að þar sem þetta sé í fyrsta skipti sem borðið sé notað verði þátturinn ætlaður pókerspilurum og ekki sýndur í sjónvarpi. „Þáttur­inn verður fyrir pókersamfélagið. Við viljum ekki rjúka af stað og fara að gera eitthvað sem er ekki nógu gott. Þetta er æfing,“ segir Valur.

- afb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.