Lífið

Jay-Z fékk dýrasta bílinn að gjöf

Beyoncé gaf eiginmanni sínum rándýra gjöf á afmælisdaginn. nordicphotos/getty
Beyoncé gaf eiginmanni sínum rándýra gjöf á afmælisdaginn. nordicphotos/getty
Söngkonan Beyoncé Knowles taldi það ekki eftir sér að gefa eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Jay-Z, dýrasta bíl heims í tilefni 41 árs afmælis hans. Beyoncé keypti Bugatti Veyron Grand Sport handa ástinni sinni og kostar bíllinn ekki nema 232 milljónir króna.

Söngkonan hefur þó ekki þurft að spara lengi fyrir gripnum því samkvæmt Forbes þénaði hún um 10 milljarða á þessu ári. Jay-Z þarf heldur ekki að telja ofan í sig aurana því hann þénaði heila 52 milljarða á árinu. Bíllinn er aðeins enn ein rósin í hnappagat Jay-Z því hann á nokkra fyrir, þar á meðal Maybach 62S, Ferrari F430 Spider og Pagani Zonda Roadster.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.