Lífið

Vildi verða rappari

Robert Pattinson á hundruð hljóðupptaka af sér að rappa lög eftir Eminem.
Robert Pattinson á hundruð hljóðupptaka af sér að rappa lög eftir Eminem.
Robert Pattinson þráði ekkert heitar en að verða rappstjarna sem unglingur. Robert, sem þekktastur er fyrir að leika vampíruna Edward Cullen í Twilight-kvikmyndunum, var með rapparann Eminem á heilanum og tók sjálfan sig upp rappa lög eftir kappann. „Ég á heilt safn af upptökum af mér að rappa frá þrettán ára aldri. Ég var með Eminem á heilanum þegar ég var yngri.“

Robert segir jafnframt að hann hafi verið í rapphljómsveit sem kallaði sig „Big Tub and the Tappy Cats“ en textana hafi bandið fengið frá öðrum. „Flestar rímurnar voru stolnar og textarnir snérust um að vera alinn upp á götunni, sem var eiginlega frekar fáránlegt þar sem ég var í raun veru alinn upp í fínu hverfi í London.“ Hann segir þó að ef hann fengi tækifæri til að rappa með Eminem myndi hann slá til. „Ég myndi elska að rappa með Eminem. Það væri alveg frábært.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.