Enski boltinn

Fer Lucas Leiva á eftir Benitez?

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Lucas Leiva, leikmaður Liverpool.
Lucas Leiva, leikmaður Liverpool.
Miðjumaðurinn Luca Leiva, leikmaður Liverpool, er talinn vera á leið til Inter Milan en fyrrum stjóri hans hjá Liverpool Rafa Benitez tók við Evrópumeisturnum á dögunum.

Benitez fékk Leiva til Liverpool á sínum tíma og hefur mikið álit á leikmanninum. Leiva kom til Liverpool í kjölfar leiðindaratvik í sambandi við stuðningsmenn Gremio þar sem hann spilaði áður.

Roy Hodgson nýráðinn stjóri Liverpool ætlar sér eflaust að gera breytingar á liðinu eftir slakt gengi síðasta vetur og óvíst er hvort Lucas Leiva sé í hans plönum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×