Ekki fallegt að ýta undir óraunhæfar væntingar 5. desember 2010 20:45 Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir samkomulagið um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna og kynntar voru fyrir helgi stórmerkilegan áfanga. Hún segir gagnrýni á aðgerðirnar ómarkvissa og að ekki megi ýta undir óraunhæfingar væntingar hjá fólki um að töfralausnir séu handan við hornið. Slíkt sé ekki fallegt. Ólína og Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, mættu í Ísland í dag til að ræða efnahagsaðgerðir stjórnvalda, fjármálastofnana og lífeyrissjóðanna sem kynntar voru á föstudaginn. Í grófum dráttum má segja að meginaðgerðirnar séu fjórar. Tvær eru tímabundnar, niðurgreiðsla á vöxtum og auknar vaxtabætur í tvö ár. Í þriðja lagi er bætt aðeins í svokallaða sértæka skuldaaðlögun og í fjórða lagi er það 110% leiðin. Í henni felst að húsnæðislán færð niður í 110% af verðmæti þeirra eigna sem lagðar eru að veði. Forsætisráðherra sagði að um lokaaðgerðir væri að ræða.Leysir engan vanda „Það getur vel verið að Jóhanna kalli þetta einhvern lokapunkt en ég held nú að heimilin muni ekki gera það. Því að hluta til er þetta skref aftur á bak frá því sem var á fimmtudaginn. Nú er komið 110 prósent þak sem var ekki áður þannig að þetta er afturför fyrir marga," sagði Þór. „Ég hafna þessari 110 prósenta leið eins og svo margir aðrir vegna þess að hún leysir engan vanda og skilur fólk eftir í yfirveðsettum eignum." Ólína sagði mestu máli skipt að náðst hafi víðtækt samkomulag milli þeirra aðila sem hafi mest með framkvæmdina að gera. Lánastofnanirnar, lífeyrissjóðirnir og stjórnvöld. „Vandinn til þessa frá hruni hefur verið sá að menn hafa ekki gengið í takt. Stjórnvöld hafa haft fullan hug á því að koma til móts við skuldug heimili og aðstoðað þau í sínum greiðsluvanda og gripið til úrræða og lagasetningar í því markmiði. Hins vegar hafa lánastofnanirnar kannski verið að túlka úrræðin með allt öðrum hætti en stjórnvöld hafa lagt upp með."Brýnt að draga línu í sandinn Þá sagði Ólína: „Nú er komið samkomulag um að þessir aðilar ætli að ganga í takt varðandi þær aðgerðir sem grípa þarf til. Einhvers staðar verðum við að draga línu í sandinn og vera ekki að ýta undir óraunhæfingar væntingar hjá fólki um að það séu einhverjar töfralausnir framundan. Það er heldur ekki fallegur leikur." Hægt er að horfa á Ísland í dag hér. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir samkomulagið um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna og kynntar voru fyrir helgi stórmerkilegan áfanga. Hún segir gagnrýni á aðgerðirnar ómarkvissa og að ekki megi ýta undir óraunhæfingar væntingar hjá fólki um að töfralausnir séu handan við hornið. Slíkt sé ekki fallegt. Ólína og Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, mættu í Ísland í dag til að ræða efnahagsaðgerðir stjórnvalda, fjármálastofnana og lífeyrissjóðanna sem kynntar voru á föstudaginn. Í grófum dráttum má segja að meginaðgerðirnar séu fjórar. Tvær eru tímabundnar, niðurgreiðsla á vöxtum og auknar vaxtabætur í tvö ár. Í þriðja lagi er bætt aðeins í svokallaða sértæka skuldaaðlögun og í fjórða lagi er það 110% leiðin. Í henni felst að húsnæðislán færð niður í 110% af verðmæti þeirra eigna sem lagðar eru að veði. Forsætisráðherra sagði að um lokaaðgerðir væri að ræða.Leysir engan vanda „Það getur vel verið að Jóhanna kalli þetta einhvern lokapunkt en ég held nú að heimilin muni ekki gera það. Því að hluta til er þetta skref aftur á bak frá því sem var á fimmtudaginn. Nú er komið 110 prósent þak sem var ekki áður þannig að þetta er afturför fyrir marga," sagði Þór. „Ég hafna þessari 110 prósenta leið eins og svo margir aðrir vegna þess að hún leysir engan vanda og skilur fólk eftir í yfirveðsettum eignum." Ólína sagði mestu máli skipt að náðst hafi víðtækt samkomulag milli þeirra aðila sem hafi mest með framkvæmdina að gera. Lánastofnanirnar, lífeyrissjóðirnir og stjórnvöld. „Vandinn til þessa frá hruni hefur verið sá að menn hafa ekki gengið í takt. Stjórnvöld hafa haft fullan hug á því að koma til móts við skuldug heimili og aðstoðað þau í sínum greiðsluvanda og gripið til úrræða og lagasetningar í því markmiði. Hins vegar hafa lánastofnanirnar kannski verið að túlka úrræðin með allt öðrum hætti en stjórnvöld hafa lagt upp með."Brýnt að draga línu í sandinn Þá sagði Ólína: „Nú er komið samkomulag um að þessir aðilar ætli að ganga í takt varðandi þær aðgerðir sem grípa þarf til. Einhvers staðar verðum við að draga línu í sandinn og vera ekki að ýta undir óraunhæfingar væntingar hjá fólki um að það séu einhverjar töfralausnir framundan. Það er heldur ekki fallegur leikur." Hægt er að horfa á Ísland í dag hér.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira