Fótbolti

David Villa kemur Torres til varnar

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Fernando Torres hefur ekki sýnt sitt rétta andlit á HM að margra mati. David Villa hefur aftur á móti blómstrað en sá síðarnefndi varar við því að vanmeta Torres.

Þeir verða í eldlínunni gegn Portúgal á morgun en óvíst er hvort Torres byrji leikinn.

"Fyrir það fyrsta hef ég ekki heyrt mikla gagnrýni á hendur Fernando og ég er svo sannarlega ekki sammála þeim sem segja að hann hafi ekki getað neitt," sagði Villa.

"Hann hefur kannski ekki skorað en hann hefur unnið frábærlega. Hann er mjög ánægður og hjálpar liðinu mikið. Hann hefur verið meiddur og það truflar hann eflaust," sagði Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×